Þriðjudagur, 4. mars 2008
Lífshlaupið
Þið hélduð örugglega að núna væri ég að fara blogga um um tilgang lífsins, þakklæti og jákvæðni. En nei, ég ætla að segja ykkur frá lífshlaupinu sem er átak margra aðila, t.d. ÍSÍ, til þess að hvetja fólk til þess að hreyfa sig, "burt með slenið!", "Ísland á iði" og öll hin slagorðin komin í rafrænt skráningarform á netinu fyrir skráningarglaða Íslendinga.
Þetta snýst um að hreyfa sig í 30 mín. á dag og flest allt telur, t.d. moka snjó, ryksuga af krafti, ganga, líkamsrækt.... það stendur reyndar ekkert um hvort bólfimi telji.... Skipta má hálftímanum í lotur, 10-15 mín., þannig að maður verður bara að taka tímann á bólfiminni ("sorry esskan, bíddu aðeins, þarf aðeins að líta á klukkuna....") og að sjálfsögðu að vera ofan á, svona upp á brennsluna! Þið getið lesið nánar um þetta á www.lifshlaupid.is
Þið sem þekkið mig vel eruð sjálfsagt að velta fyrir af hverju anti-sportistinn sjálfur sé farinn að reka áróður fyrir hreyfingu. Við í Víkurskóla ákváðum nefnilega að taka þátt í þessu, og ekki bara láta nemendurna púla heldur líka starfsmennina! Það er búið að skipta okkur í hópa og að sjálfsögðu ætlar Víkurkskóli að rúlla þessu upp. Brandarinn er að ég var gerð hópstjóri í einu liðinu! (ég spurði hvort þeir væru valdir eftir þyngd en það er víst ekki svo...) Hópstjórinn á að hvetja liðið sitt áfram auk þess að halda utan um skráninguna... ég er búin að hóta mínu liði kraftgöngu fyrir vinnu og þrekæfingum í íþróttasalnum í frímó, ekkert kaffi takk fyrir!
Jæja, klukkan orðin margt, best að drífa sig í háttinn (og taka tímann ef Jens er til í bólfimi...hehe)!
Um bloggið
BulluKolla
29 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
áfram Víkurskóli.... hvenær á að spila????????????????????????
Þróttaragellan (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:45
ég meina áfram Stikar.... var að frétta að fyrirtækið mitt tekur þátt...
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:32
Áfram Kolla!! Þvílíkur snillingur sem þú ert :)
Lind (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 12:17
Hey siss! Helvíti líst mér vel á þetta átak! Sérstaklega að það megi taka bólfimina með í þetta líka
En samt ótrúlega pent orðað hjá þér "...ef Jens er til í bólfimi..." sumir hefðu bara farið að stunda kynlíf, aðrir að rí... en ég kann nú samt alltaf best við textan úr laginu Verst af öllu með Ríó Tríó. Manstu eftir því? "...æfa fyrir neðan nafla náttúrunnar glímutök!" Algjör snilld
Bið svakalega vel að heilsa öllum!
Kæmpe-stórt knús frá litlu systur
Sigga litla systir þín! (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 17:20
Hehe, já, það er mjög vel orðað! Eins og Ríó Tríó er einum lagið! Og nún aer ég kominn með lagið á heilann, da ra dadda, da ra dadda....
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.