Vandi bloggarans

Jæja, þá kemur loksins nýtt blogg. Ég var búin að ákveða að lýsa yfir skoðun minni á undankeppni Evróvisjón sem hálf þjóðin horfði á í gær. Svo komst ég að því að fjórðungur þjóðarinnar er þegar búinn að lýsa yfir skoðun sinni á undankeppninni í bloggheimum. Lítið spennandi og frumlegt við það. Hætt við það.

Ég hef verið í smá blogg-klemmu í vetur þar sem þorrinn af tíma mínum og krafti fer í vinnuna mína en ég er að sjálfsögðu bundin trúnaði og get ekki blaðrað um slík mál á opnu bloggi eins og þessu.

Ég get reyndar haldið áfram að deila með ykkur hvert ég fer út að borða. Það fer maður að stunda þegar maður býr með kokki!Smile Um daginn fórum við Jens á Humarhúsið til að fagna bóndadeginum, Valentínusardeginum, Konudeginum og 3 ára trúlofun okkar.Heart Við gerðum þetta nú bara á fimmtudagskveldi þar sem kokkurinn er að sjálfsögðu að vinna á öllum þessum tyllidögum.Errm

Humarhúsið er yndislega kósi og hlýlegur en um leið fínn og fágaður staður. Jens fékk sér reyktan og sykurgláðan ál í forrétt og fannst það æði. Ég treysti mér ekki alveg í það og fékk mér nautasíðu í pönnuköku með andalifur og öðru gumsi, það var mjög gott. Svo fengum við okkur íslenska önd með appelsínu-súkkulaði sósu í aðalrétt sem bragðaðist líka vel. Kannski svolítil synd að fara á Humarhúsið og vera ekki hrifinn af humriBlush en við fórum nú samt til þess að nota gjafabréfið sem Jens fékk þegar hann hætti að vinna hjá þeimSmile

Og hvað sem öllum bloggvanda líður ætla ég núna að njóta þessa yndislega sunnudags annars staðar en fyrir framan tölvuna (þrátt fyrir magnað útsýni úr tölvuherberginu).Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey siss!

Varð bara svona að kíkja og segja hej! Er búin að hugsa þó nokkuð til þín síðustu daga. 

Hvernig þú fórst eiginlega að því að vera þarna alein úti í Þýskalandinu um árið!  Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þetta pínu erfitt.

Að reyna að skilja þessa dönsku og koma inn í nýjan skóla, nýjan bekk og allt saman. En þetta er nú samt allt rosalega gaman....bara heljarinnar ævintýri

Med venlig hilsen fra Denmark! 

Sigga litla systir þín (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

29 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband