Mánudagur, 11. febrúar 2008
Snjórinn, sólin og rigningin
Ég er hrifin af alvöru vetri. Mér finnst gaman þegar það kemur óveður og setur allt úr skorðum, það þjappar einhvern veginn fólkinu sem er alltaf að flýta sér svo saman. Mér finnst birtan sem snjórinn færir okkur í skammdeginu ómetanleg. Svo ekki sé minnst á alla gleðina sem snjórinn færir öllum sem eru ungir í anda.
Ég verð samt að viðurkenna að eftir snjóa- og umhleypingatíðina undanfarið fer skyldleiki snjósins og frænku hans rigningarinnar að skýrast, þetta er nú svolítið leiðigjarnt til lengdar.
Til að auka þolið ákváðum við Jens að bóka okkur sólarlandarferð til Tenerife í sumar. Svona er stælinn á okkur þessa dagana, en ég held nú að við eigum það skilið, höfum ekki farið í sumarfrí síðan 2004 (áður en við kynntumst!) og kannski kominn tími á slíkan munað.
Jæja, ætla upp í rúm og láta mig dreyma um sól og sumaryl, Pina Colada og lakkaðar táneglur! Ahhh....
Um bloggið
BulluKolla
29 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hey.. Alexander var þarna á Tenerife.... getur frætt þig um köfun og kannski eitthvað meir...(reyndar kom hann
ekkert sérlega útitekinn til baka.
mæli með þessu Pina Colada og lökkuðum neglum og kíkja upp við og við og skoða gróðurinn....
Þróttaragellan (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.