Sunnudagur, 20. janúar 2008
Lúxus-líf
Ég er búin að vera svo upptekinn að njóta lífsins (og vinna) að ég hef ekki gefið mér tíma til þess að blogga. En lööööngu kominn tími á það og ýmislegt sem ég get deilt með ykkur!
Til dæmis fórum við Jens með nokkrum vinum um síðustu helgi í "brunch" á Hilton. Það stóð algjörlega undir væntingum, við fengum gott borð, góða þjónustu og frábæran mat. Algjörlega óhætt að mæla með þessu þar sem úrvalið er gríðarlegt, maturinn er bragðgóður og verðið sanngjarnt eða 2500 kr. á manninn. Þetta er hinsvegar ansi vinsælt hjá landanum og því nauðsynlegt að panta borð.
Núna um helgina ákváðum við að halda áfram í hótel-dekrinu og skelltum okkur á vetrartilboð Hótel Arkar, gisting og 3 rétta kvöldverður á 6900 kr. Áður en við lögðum í hann þurftum við að frelsa kaggann minn sem var búinn að standa óhreyfður í nokkra snjódaga. Til þess þurfti:
- snjóskóflu
- kúst
- góða skó
- kraft og þolinmæði
Það tókst á endanum og við brunuðum austur fyrir fjall og létum snjófjúkið á Hellisheiðinni lítið á okkur fá (enda hélst kagginn á veginum allan tímann, ansi gott, eh?). Hótelið stóð undir væntingum, fínt herbergi, sæmileg þjónustu, fínasti kvöldverður og sæmilegur morgunverður. Allt sem hægt er að gera kröfu um fyrir þennan pening! En tilgangnum var náð, aðeins að kúpla sig út úr stressinu og slappa af, ahhhh!
Ég mæli með hvoru tveggja ef þið þurfið á smá dekri að halda....
góðar stundir
Um bloggið
BulluKolla
29 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.