Laugardagur, 29. desember 2007
Gleðilega hátíð!
Gleðilega hátíð til allra lesenda minna, vina og ættingja nær og fjær!
Ég var einmitt að hlaða inn myndum frá hátíðahöldunum hjá fjölskyldunni, það var kominn tími á nýjar myndir!
Á aðfangadag, þegar ég var búin að fínpússa íbúðina og farin að fínpússa mig, lenti ég í skondnu atviki. Ég var að lita á mér augabrúnirnar og til að nýta tímann ákvað ég að tæma myndavélina á meðan liturinn festist. Ég tæmdi vélina, skoðaði póstinn og gleymdi mér svo í áhrifamiklum fréttum um einstök börn á Vísi.is. Það er hreint ótrúlegt hvaða sjúkdóma börn geta fengið og hvað hreinlega á fólk er lagt í þessum efnum. Þegar ég var farin að snökta fyrir framan tölvunu ákvað ég að nú væri nóg komið, það væru nú að koma jól, og ákvað að gera eitthvað nytsamlegt. Þegar ég stóð upp frá tölvunni velti ég fyrir mér hvað ég hefði eiginlega verið að gera....hmmm....og allt í einu mundi ég...ÉG VAR AÐ LITA Á MÉR AUGABRÚNIRNAR FYRIR GÓÐUM HÁLFTÍMA SÍÐAN!!!!
Ég hljóp inn á bað og fann allt í einu að liturinn var byrjaður að harðna. Ég sá fyrir mér að ég hefði sviðið augabrúnirnar af mér eða liti í besta falli út eins og dökkbrýndur austurlenskur karlmaður, bara vel plokkaður! Sem betur fer reyndist þetta ekki svo slæmt, ég er reyndar heldur dökkbrýnd en gat látið sjá mig í jólaboðunum þetta árið. Og það var mikill léttir, húff pjúff!
En úr hrakfallasögum yfir í montið. Það var nefnilega að birtast grein eftir mig í Skímu, tímiriti móðurmálskennara. Hún er um yndislestur og einmitt unnin upp úr lokaritgerðinni minni. Ég er bara nokkuð ánægð með hana.
Og að lokum smá áróður til allra sem þetta lesa að kaupa nóg af flugeldum og að sjálfsögðu hjá björgunarsveitunum, skemmtun og góðgerðarmál í einum pakka, íha!
Um bloggið
BulluKolla
246 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár elsku Kolla og Jens ;) vonandi höfðuð þið það æðislega gott yfir jólin og áramótin í nýju fínu íbúðinni ykkar....heyrumst vonandi fljótlega...P.s. ég er búin að setja inn fullt af nýjum myndum hjá mér frá jólunum og ég er búin að skoða þínar myndir ;) alltaf gaman af myndum hehe..Kær kveðja Sigrún Ágústa
Sigrún Ágústa (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 16:04
Var búin að kyssa og óska ykkur gleðilegs nýs árs en ..gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!
Mér fannst augnaumgjörðin mjög falleg hjá þér..var einmitt að stara á brýrnar á aðfangadag og dást að þeim..gleymdi ég semsagt að segja eitthvað upphátt? ....ég á eftir að lita mínar og er ennþá að dást að vel gerðum eins þínum í huganum
Skíma..hlýt að geta nálgast það á bókasafni?
María th. (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.