Sunnudagur, 23. desember 2007
Pakkaleikur
Á fimmtudaginn var síðast vinnudagur fyrir jólafrí. Starfsfólk skólans kom saman og drakk jólakaffi og skiptist á gjöfum í pakkaleik. Ég var ósköp hefðbundin; lagði til konfekt og fékk kerti. Þannig var einmitt meirihlutinn af gjöfunum, konfekt eða kerti. Einhverjir tveir snillingar settu þó mun frumlegri gjafir í pakkana sína; magnpakkningu af Wella-sjampói!
Auðvitað er það miklu nytsamlegra en kerti og konfekt sem allir eiga nóg af! Og svipurinn á konunum heppnu sem að fengu sjampó-pakkana var hreinlega óborganlegur!
Á næsta ári ætla ég að leggja til handsápu og klósettpappír.....
Um bloggið
BulluKolla
Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.
29 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.