Mánudagur, 25. september 2006
Sko, smá vandræði, sko!
Sko, þar sem ég er alltaf að reyna vera hagsýn ákvað ég að það væri kominn tími til að ég hætti að skipta við Símann og færa mig yfir til ódýra símfélagsins, SKO. Gleymdi bara smá, pínku ponsu atriði, gemsinn minn er læstur á net Símans...og nú dvelur hann á verkstæði Símans (tekur ekki nema 2-4 daga) og bíður frelsunar. Á meðan reyni ég að notast við gamla 3210 Nokia-jálkinn, en dagar hans eru algjörlega taldir þar sem hleðslan endist í 3 klukkustundir, án notkunar!
Ég er búin að taka þátt í ýmisskonar sprikli þessa vikuna, búin að spila Indiaka af miklum móð og haldiði ekki að Jens hafi gert við hjólgarminn minn í dag (ekki búið að taka nema tæpt ár...) þannig að við fórum saman út að hjóla í góða veðrinu í dag. Frábært að sjá hvað það voru margir úti að hjóla og flestir með hjálma, allt gott um það að segja!
Er ánægð með þáttökuna í skoðanakönnuninni æsispennandi, mér til furðu reyndist lýsið vera það sem kjósendum líkar best, í öðru sæti er Sana sol(æskuminningar...) og Frískamínið rekur lestina.
Um bloggið
BulluKolla
154 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hvaða vandræði?! og hey..hvar eru myndirnar af okkur tveim frá Afmælishátíð Jens?? bæði sætar og grettnar?! :) geturu sent mér þær í emaili?? nem.mariat(hjá)lbhi.is
María Th. (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.