Sjálfsafgreiðsla

Ég fór í Krónuna í Húsgagnahöllinni í gær. Þar er komið voða sjálfsafgreiðslukerfi, maður gerir þetta bara sjálfur á kassanum. Ég varð auðvitað að prófa, þetta gekk nú frekar hægt svona í fyrsta sinn, en engu að síður áhugaverður möguleiki. Ég var samt fegin að vera ekki með mikið af grænmeti og ávöxtum sem þurfti að vigta, það er frekar tímafrekt!Wink Ég vona að íslenskir kaupmenn séu að þessu til þess að geta lækkað vöruverðið, það ætti allavegana að vera tilgangurinn með sjálfsafgreiðslu. Íslenski neytandinn í mér segir mér samt að það sé útópísk hugsun....Errm

Ég hvet alla sem eru komnir í jólaskap (ekki seinna vænna!) að taka þátt í æsispennani könnun hér á síðunni um jólamat, íha!W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þetta sniðugt við fyrstu sýn en samt öll þessi hagræðing til að spara og auka hagnað hér og þar er til þess að fólk missir vinnuna sem er leiðinlegt.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 4.12.2007 kl. 21:48

2 Smámynd: Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

Takk fyrir þessa áhugaverðu athugasemd. Gæti verið að mönnunarvandræði verslana spili þarna stóran þátt ? Mér finnst það nú sennilegt, ekki þurfum við að kvarta undan atvinnuleysi á Íslandi í dag....

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 4.12.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

29 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband