Miðvikudagur, 20. september 2006
Alvöru Cocoa Puffs!
Á annarri blaðsíðu Fréttablaðsins í dag er heilsíðu auglýsing frá General Mills. Yfirmaður þeirra í Skandinavíu brosir fallega á móti lesandanum um leið og hann afsakar þau leiðu mistök sem urðu þegar þeir breyttu uppskriftinni af Cocoa Puffsinu fyrir nokkru, en nú hafa þau mistök verið leiðrétt. Íslendingar geta nú aftur fengið gamla góða Cocoa Puffsið í verslunum.
Í gegnum huga mér flugu ýmsar hugsanir, en aðallega held ég að mér hafi fundist þetta krúttlegt. Þetta er ekki beint afbrot á Olíufélagsskalanum eins og halda mætti af lestri auglýsingarinnar. Spurning hvort að verslanaafgreiðlufólk þurfi að biðja viðskiptavinina afsökunar á þessu "hneyksli" eins og bensínafgreiðslufólki var bent á á sínum tíma...?
Ég hvet lesendur til að taka þátt í æsispennandi könnun hér á síðunni um vítamín, þarf að fá botn í deiluna um Frískamín vs. Sana Sol!
Um bloggið
BulluKolla
154 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ skvís - var bara að uppgötva síðuna þína og þá er nú dónaskapur að kvitta ekki!
Laufey (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.