Æ, æ, ó og aumingja ég....

Ég var orðin aum í hálsinum þegar ég kom heim úr vinnunni á föstudaginn. Eyddi laugardeginum í slappleika á sófanum og hrikalega verki í hálsinum. Ef maður tekur verkjalyf slær það nóg á verkina svo ég geti kyngt, drakk te í lítravís þann daginn.

Var svo hrikalega illt í dag og farin að hafa áhyggjur af eyrunum (ég mun ekki gleyma eyrnabólgunni sem ég fékk í fyrra meðan ég lifi) þannig ég dreif mig upp á læknavakt. Komst í gegnum umferðaröngþveiti kaupóðra Íslendinga í Smáratorginu, beið í klukkutíma eftir að komast að og læknirinn færði mér þau gleðitíðindi að það væri ekkert í eyrunum á mér. Bara væn strepptókokkasýking í hálsi.Frown

Þar sem ég hef ofnæmi fyrir pensillíni (ekki nóg með að ég fengi sársaukafulla eyrnabólgu í fyrra, ég fékk líka heiftarleg útbrot af lyfjunum) þurfti ég að fá annað sýklalyf, 3ja daga skammtur af því fæst á litlar 3 þúsund krónur, kostakjör!Pinch

Fór og fékk lánaða Friends-þætti og DVD-myndir hjá bróður mínum, svona til þess að hafa ofan af fyrir mér á morgun.

Góðar stundirWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úfff elskan mín...ég sendi þér batakveðjur...ég er einmitt ennþá á sýklalyfjakúrnum mínum, reyndar bara einn dagur eftir á þeim...en ég gleymdi óvart að taka seinni töfluna á laugardaginn og fann strax daginn eftir að hálsinn á mér var farinn að bólgna og ég fann fyrir óþægindum við að kyngja...svo að það getur verið að ég þurfi annan 10 daga skammt...þessar streptakokkar eru viðbjóður :S en svona er þetta Kolla mín að vinna í bakteríu og veiruflóru :) hafðu það sem best elskan...heyrumst vonandi fljótlega...

Sigrún Ágústa (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

29 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband