Dótaæði og kryddkaka

pic_toysGvöööð hvað ég er sammála ádeilu Spaugstofumanna um dótabúðina Ísland, þetta leikfangaverslanaæði er alveg makalaust! Hvað er eiginlega markaður fyrir margar dótabúðir á Íslandi? Shocking

Það var viðtal við Kristínu Helgu Gunnarsdóttur rithöfund í einhverju blaðinu um daginn þar sem hún auglýsti eftir slíku æði og biðröðum fyrir utan bókabúðir á Íslandi. Ég er henni hjartanlega sammála, bæði í orði og á borði. Ég er ekki búinn að kíkja inn í þessar plastleikfangabúðir(og ætla mér heldur ekki að gera það í nánustu framtíð) en ég held áfram að gefa börnum bækur, spil og púsluspil á gjafir. Ekki svo að skilja að ég sé algjörlega á móti plastdóti, það eru bara aðrir sem sjá um að gefa börnunum svoleiðis, börnin fá harða spila- og bókapakka frá mér!Wink

Og í framhaldi af pakkaumræðu er rétt að geta þess að ég er kominn í jólagírinn, aðeins byrjuð að stelast í jólalögin og svo fengum við Kjartan bróðir okkur jólaöl og kryddköku í gær, nammi namm. " It´s beginning to look a lot like christmas...!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Þetta dótaæði er nú alveg ótrúlegt, fólk var að versla í heilu körfurnar þegar toys R us opnaði um daginn. Það er hreinlega eins og fólk sé að missa af einhverju.

Linda litla, 18.11.2007 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

105 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband