Mánudagur, 18. september 2006
húff pjúff!
Jæja, þá eru þýskararnir sjö búnir að kveðja Ísland í bili og hin daglega rútína tekin við. Þjóðverjarnir voru allir afskaplega ánægðir með dvölina þrátt fyrir minniháttar áföll eins og týndar hótelbókanir, flybus á eftir áætlun og alvöru íslenskt rok og rigningu.
Þrítugsafmæli Jens var fagnað með pompi og prakt bæði á föstudeginum og svo var alvöru veisla á Flúðum á laugardeginum. Þar ber helst að nefna frábæra gesti, brjálaðar gjafir, flottasta kokteilbar landsins, heita pottinn, ofboðslega góðan grillmat, súkkulaðispilið góða og "Lost in Iceland"-bolina, en það var einmitt þema afmælisins!
Þökkum hér með öllum frábæru gestunum okkar og öllum þeim sem að hjálpuðu við undirbúningin og veisluna á einn eða annan hátt! TAKK!
Kíkið á myndirnar!
Um bloggið
BulluKolla
222 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 52468
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.