Sunnudagur, 21. október 2007
Fimmta árstíðin- jólin...
Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að árstíðin jól er að nálgast. Það fyrsta sem mætir manni í verslunum eins og Hagkaup og Rúmfó er jólavarningur í löngum röðum. Svo var Ikea að auglýsa jólaknús.
Ég man nú þegar jóladótið sást fyrst í búðum í kringum afmæli systur minnar í lok nóvember en ekki fyrir afmælið mitt, sem er í lok október (áhugavert hvað afmæli eru góður tímamælikvarði hjá börnum...).
Ég verð samt að viðurkenna að ég er farinn að hlakka til jólanna, stóð mig t.d. af því að vera raula jólalög um daginn. Þannig togast á skoðanirnar um að jólin eigi bara að vera mánuður en ekki árstíð og tilhlökkunin og gleðin yfir jólunum. Ég er allavegana farin að láta mig dreyma um fallegan krans á útidyrahurðina, falleg jólaljós í skammdeginu og skipulagningu jólagjafainnkaupa. Ég á líka pottþétt eftir að kíkja á jóladótið í Ikea í þessari viku....
Um bloggið
BulluKolla
29 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Kolla mín ég er sko líka farin að hlakka til jólanna eins og síðasta bloggfærsla hjá mér gaf til kynna ;) hehe...ég held líka að við séum extra spenntar fyrir jólunum í ár vegna þess að nú þurfum við ekki að vera að læra undir próf og gera verkefni langt fram eftir desember...í ár eigum við eftir að hafa tíma fyrir jólin JIBBÝ :) þetta verður æði...heyrumst sæta :)
Sigrún Ágústa (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 13:09
Hlakka til að sjá þig á sun! (er mér ekki annars boðið? ;)
Salvör (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.