Miðvikudagur, 26. september 2007
Flísin og bjálkinn
Kominn tími á nýtt blogg úr Grafarvoginum. Kennarinn er bara búinn að vera mjög upptekinn í vinnunni eins og við má búast svona þegar maður er að byrja. Við erum með heimasíðu sem að þið getið kíkt á, þar eru myndir og svolítið um það sem við erum að gera í skólanum.
Ég hef svolítið verið að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum um afgreiðslufók sem talar ekki íslensku. Þó að ég hafi nú aldrei gengið út þegar ég er afgreidd á ensku verð ég samt að viðurkenna að ég er orðin langþreytt á þessu og finnst stundum eins og það sé verið að hafa mann að fífli. Ég bæði veit og skil að það er mjög erfitt að ráða fólk í vinnu en stundum er fólkið ekki hæft til að vinna vinnuna sína ef að það hefur litla sem enga íslenskukunnáttu.
Dæmi:
1.Ég var í biðröð á kassa í Bónus. Á undan mér er gömul kona sem að vill greiða með peningum en afgreiðslukonan kunni ekki að segja upphæðina á íslensku. Kassakerfið í Bónus er svo frábærlega hannað að þegar maður er kominn að því að borga sér maður ekki á kassaskjáinn. Gamla konan vissi því ekki hvað hún átti að borga og afgreiðslustúlkan gat ekki sagt henni það. Því varð ég að segja gömlu konunni hvað hún átti að borga. Í þessu dæmi má svo rökræða um hvor eigi sökina, gamla konan sem vildi borga með peningum en ekki korti eða afgreiðlustúlkan sem kunni ekki að segja "2.387 krónur" á íslensku.
2.Allt síðasta skólaár tókst ekki að ráða neina skólaliða í skólann þar sem ég vinn. Núna er búið að ráða tvær yndislegar og brosmildar stúlkur sem því miður kunna ekki stakt orð í íslensku og reyndar talar bara önnur þeirra ensku. Ég veit ekki betur en þær þrífi afbragðsvel en ég set spurningarmerki við gæslu-hluta starfs þeirra, þ.e. í skógeymslum og frímínútum. Vissulega geta þær brugðist við ef einhver slasast en með enga íslenskukunnáttu geta þær ekki að öðru leyti hjálpað eða skipt sér af nemendum þegar þess er þörf.
Í þessum tveimur dæmum finnst mér starfsfólkið ekki vera hæft til að sinna sínu starfi vegna tungumálaerfiðleika. Um leið skil ég þann vanda sem stjórnendur eru þar sem enginn fæst til vinnu og þetta er illskásti kosturinn í stöðunni.
Samt finnst mér það lágmarksþjónusta að vera þjónustuð á íslensku á Íslandi, með eða án hreims skiptir mig engu máli!
Og þegar að ég er búin að skjóta svona fast finn ég fyrir bjálkanum í auganu, ég ætti kannski að líta mér nær.....
Um bloggið
BulluKolla
228 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð... Ég get nú verið sammála þér með þetta um afgreiðslufólkið sem er illa eða ekkert talandi á þessu ástkæra tungumáli okkar,sem einnig er með þeim elstu óbreyttu í heiminum.Hvernig verður Íslenskan eftir nokkur ár ef að áframhaldið verður svona!!!!Tjaaa framtíðin leiðir það nú í ljós,en framhaldið getur nú ekki boðað gott ef að þetta er stefnan hjá þjónustufyrirtækjum landsins.ÉG sæi nú bara ömmu mína í anda stadda í kjörbúð þar sem að erlendur starfskraftur væri við afgreiðslu!! sú mundi nú reka upp svip enda talar kella ekki stakt orð í ensku.Og að lokum rek ég upp hávært óp og segi Íslensku já takk
Tobba mágkona (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.