Símsvörunarþjónusta Kolbrúnar

Á sunnudaginn ákváðum við Jens aðð verðlauna okkur fyrir akkúrat ekki neitt með því að fara út að borða. Kjartan matgæðingur kom að sjálfsögðu með og nýji kínverski staðurinn á Vesturgötunni varð fyrir valinu (þar sem Naustið var).

Við fengum strax góða tilfinningu; staðurinn er smekklega innréttaður, sem er mjög sjaldgæft á asískum veitingastöðum á Íslandi og þjónustan kom vel fyrir t.d. opnuð fyrir manni hurðin þegar maður gengur inn. Á meðan við skoðuðum matseðilinn hringdi síminn. Eftir augnablik kom yfirþjónninn að borðinu okkar og spurði hvort að við töluðum íslensku. Ég játaði og hann spurði hvort ég gæti aðstoðað konuna í símanum. Ég tók við símanum og breyttist á augabragði í starfsmann The Great Wall. Í símanum var gömul kona sem talaði frekar óskýrt og skrollaði á r-unum. Hún kvaðst hafa gleymt peysunni sinni þarna fyrr um daginn. Ég spurði þjóninn hvort hann kannaðist við það en gerði það ekki. Kellu fannst það ófullnægjandi og sagði mér mjög nákvæmlega frá heimsókn vinkvennanna á staðinn, þ.á.m. var ein fædd árið 1918!LoL Að lokum tókst mér að sannfæra kellu um að "við" myndum hringja í hana ef að peysan fyndist, símanúmerið hennar sæi ég á skjánum á símanum. Um leið og ég lagði á varð mér litið á skjáinn, þar voru bara kínversk tákn.......

Þessi símsvörunarþjónusta var örugglega það fyndnasta þetta kvöld en maturinn var líka mjög góður, strákarnir fengu sér hrikalega góðar súpur, Kjartan fékk sér geggjaðan humar með hvítlauk og engifer og Jens andarbringu. Eftirrétturinn var líka eftirminnilegur. Við pöntuðum "steiktan ís" og fengum vanilluís sem var búið að rúlla uppúr hunangi og sesamfræjum. Mjög spes, alls ekki vont, en um leið ótrúlega skrýtiðWoundering Allavegana er mér óhætt að mæla með þessum stað!Smile

Og núna ætla ég að fara hvíla mig því mér tókst að næla mér í fyrstu flensu haustsins og meira að segja litlar bloggfærslur verða að fjallgöngum þegar maður er lasinn...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta var fínt kvöld, eðalmatur og góð stemming, einnig þessi uppákoma með símtalið! :)

bke (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

223 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband