Kominn tími til.....

Jæja, mín bara hætt á leikskólanum, búin að fara í sumarfrí og vinna heila viku sem kennari!

Það var að sjálfsögðu ákveðinn tregi við að kveðja Sunnuborgina; samstarfsfólkið og auðvitað börnin. Ég get samt ekki neitað að ég var voða glöð að komast í smá sumarfrí, heila 7 daga! Fríið var hæfileg blanda af afslöppun og að koma ýmsum hlutum í verk Wink Svo fengum við frábæra heimsókn, Bianca systir Jens, kíkti í heimsókn í heila viku og við brunuðum norður með kellu til að sýna henni undur Íslands. Ekki skemmdi fyrir að við fengum heilt einbýlishús með öllu lánað á Akureyri þannig að það fór mjög vel um okkur (takk Örvar&IngaKissing). Svo skoðuðum við helstu perlur Norðurlands, svona, þær sem eru aðgengilegar á bílnum mínum! Myndir úr ferðinni má sjá í Myndaalbúminu.

Já, og ég er byrjuð í Víkurskóla. Fyrsta vikan og rúmlega það er námskeið og undirbúningur, en þetta leggst bara allt vel í mig.Smile

Og svo var það nottla hin árlega Menningarnótt í gær. Jens var að sjálfsögðu að vinna og það var hreinlega snælduvitlaust að gera, ég held að hann hafi tekið meira á en maraþonhlaupararnir í gær! Ég hafði það hinsvegar gott og naut menningarinnar í góðra vina hópi. Endilega kíkið á myndir í myndaalbúminu!

Yfir og út í bili...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ - ég varð að athuga hvort ég gæti kommentað á þessu fína bloggi!

Gaman að hitta ykkur stelpurnar áðan og gangi þér vel að byrja að kenna ;)

salvör (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 23:49

2 identicon

nauh þetta virkaði :p

salvör aftur (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 23:49

3 Smámynd: Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

Já, alltaf skemmtilegt þegar við hittumst Kvennógellurnar! og takk

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 22.8.2007 kl. 23:09

4 identicon

Jæja fyrsti skóladagurinn í dag! Hvernig gekk að hafa hemil á börnunum? :)

bke (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 11:01

5 Smámynd: Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

Að sjálfsögðu eru öll börnin í Víkurskóla til fyrirmyndar, allavegana "mín"!

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 29.8.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

223 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband