Sunnudagur, 27. ágúst 2006
America´s got Talent.....í alvöru, váááá!
Var að horfa á síðustu þættina af Americas got Talent. Svolítið fyndið þegar maður er búin að horfa á nokkra þætti í röð, komin inn í þættina og tromma með "theme"-laginu. Margir kannast við þetta t.d. þegar maður horfir á nokkra Friends-þætti í röð.
Lokaþátturinn var þvílíkt konfekt, í alvörunni, það sem fólk getur gert! Þið getið séð þetta allt inn á nbc.com, slóðin er: http://www.nbc.com/Americas_Got_Talent/video/index.shtml#main
Stelpan sem vann er 11 ára, heitir Bianca Ryan og syngur eins og díva, þvílíkur kraftur!!!
Er farinn að spekúlera hvað ég geti gert fyrir fyrir X-factor hæfileikaþáttinn sem á að koma í staðinn fyrir Idolið í vetur, kannski maður hói fjölskyldunni bara saman og taki lagið, svolítill von-Trapp-fjölskyldu-fílingur, en auðvitað myndi ég poppa atriðið upp með steppdansi og sjónhverfingum....eða svona þjóðlegt, allir í lopapeysum og sauðskinnskóm að dansa skottís, syngjandi íslensk þjóðlög, vantar bara harmonikkuleikarann!
Er farin að æfa...
Um bloggið
BulluKolla
222 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.