Kynlífssögur

Ég heyrði frábæra sögu um daginn:

Kona og litli strákurinn hennar voru í kassaröðinni í Bónus. Eins og barna er siður fer strákurinn að suða um eitthvert smádót. Mamman gefur sig loks og segir að stráksi megi fá dótið " og svo verðuru að gefa mömmu koss fyrir!" Stráksi bregst illa við og svarar hátt og skýrt svo að allir í Bónus heyra " OJ, NEI! Ég sá þig kyssa tippið á pabba í gær og ætla sko ekki að kyssa þig!"

Konan mun hafa orðið nær fjólublá í framan og rokið út!

Þessi saga minnti mig reyndar á vandræðalegt atvik sem að lenti einu sinni í á leikskólanum, þessar dúllur segja manni nú ýmislegt!

Við matarborðið í leikskólanum. Ég er að gefa öllum að borða og eitt barnið er að segja mér frá ýmsu heima hjá sér. Ég hlusta með hálfum huga, humma og samsinni barninu. Alveg þangað til að barnið segir " Veistu hvað? Pabbi minn sagði við mömmu mína í gær að hún væri með vörtur á pjöllunni, tíhí!"

Og það eru ekki bara börnin sem geta verið óþarflega opinská um þessi mál. Ég var í IKEA um daginn og þá labbar ungt par framhjá mér: Hann: " Eigum við að ríða í kvöld?" Hún: " æji, ég veit það ekki...."

Í alvöru, er þetta eitthvað sem maður ræðir í IKEA? Og er algengt að fólk ákveði þetta bara, svona eins og maður ákveður hvað er í kvöldmatinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

222 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband