Mánudagur, 2. júlí 2007
Kolla hálfblinda
Venjulegur vinnudagur. Kolla "snoozar" símann of lengi og er því heldur sein fyrir. Snögg sturta,burstar tennurnar, greiðir hárið. Fer að leita að gleraugunum til að sjá smettið í heild áður en hún yfirgefur húsið. Kolla finnur ekki gleraugun og fer að leita gleraugnalaus en rekur nær nefið í borðplötuna og vaskinn áður en hún nær að sjá eitthvað. Engin gleraugu inni á baði. Rokið inn í svefnherbergi, engin gleraugu þar. Gömlu gleraugun dregin fram, rúminu snúið við (og Jens vakinn!), svefnherbergið grandskoðað, fer aftur inn á baðherbergi, engin gleraugu. Farin að blóta yfir að vera of sein í vinnuna.
Verður litið í spegilinn, gleraugun á hausnum, gleraugun fundin!
Það er ekki nóg með að ég sé hálf blind heldur er ég eins og alvöru kelling sem að "týnir" gleraugunum á hausnum!
Í alvöru...
Um bloggið
BulluKolla
222 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehe..það er svona þegar maður er að flýta sér líka. Ég storma oft um húsið gargandi á alla að spurja um tösku eða eitthvað annað dót, áður en ég fatta að ég er með það í hendinni!
En þú sást þó gleraugun í speglinum?? Það myndi ég segja að væri gott!
María Th. (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 13:39
ég sá þau þegar að ég var komin með gömlu gleraugun á nefið!!!!
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 6.7.2007 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.