Kolla hálfblinda

Venjulegur vinnudagur. Kolla "snoozar" símann of lengi og er því heldur sein fyrir. Snögg sturta,burstar tennurnar, greiðir hárið. Fer að leita að gleraugunum til að sjá smettið í heild áður en hún yfirgefur húsið. Kolla finnur ekki gleraugun og fer að leita gleraugnalaus en rekur nær nefið í borðplötuna og vaskinn áður en hún nær að sjá eitthvað. Engin gleraugu inni á baði. Rokið inn í svefnherbergi, engin gleraugu þar. Gömlu gleraugun dregin fram, rúminu snúið við (og Jens vakinn!), svefnherbergið grandskoðað, fer aftur inn á baðherbergi, engin gleraugu. Farin að blóta yfir að vera of sein í vinnuna.

Verður litið í spegilinn, gleraugun á hausnum, gleraugun fundin!

Það er ekki nóg með að ég sé hálf blind heldur er ég eins og alvöru kelling sem að "týnir" gleraugunum á hausnum!

Í alvöru...Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe..það er svona þegar maður er að flýta sér líka. Ég storma oft um húsið gargandi á alla að spurja um tösku eða eitthvað annað dót, áður en ég fatta að ég er með það í hendinni!

En þú sást þó gleraugun í speglinum?? Það myndi ég segja að væri gott!

María Th. (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 13:39

2 Smámynd: Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

ég sá þau þegar að ég var komin með gömlu gleraugun á nefið!!!!

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 6.7.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

222 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband