Þriðjudagur, 5. júní 2007
Næstum allt fullkomið í Grafarvoginum
Jæja, þá erum við Jens orðinn Grafarvogsbúar! Flutningarnir gengu mjög vel, við vorum með nokkra bíla og öflugan mannskap þannig að það var búið að flytja allt á þremur og hálfum klukkutíma sem verður að teljast ansi gott! Við erum reyndar ennþá að koma okkur fyrir en líður afskaplega vel í íbúðinni okkar.
Ég lenti í merkilegri lífsreynslu um daginn, ég prófaði að tyggja pappír! Það var þó ekki meðvitað heldur vildi svo til að ég var að borða pizzu sem að var með pappír á, þó að ég hafi ekki pantað það sem álegg. Að sjálfsögðu hringdi ég í pizzafyrirtækið og sagði þeim frá þessari miður skemmtilegu og í raun frekar ógeðfelldu upplifum. Stelpan í símanum lét eins og ég væri að kvarta yfir því að það væri skinka en ekki pepperóni á pizzunni og bauð mér rausnarlega að fá ókeypis pizzu næst þegar að ég pantaði hjá þeim. Og, nota bene, bað mig ekki einu sinni afsökunar á þessu!
Ég veit ekki hvort það er hversdagslegt fyrir starfsmenn Hróa hattar í Grafarvogi að fólk hringi og kvarti yfir pappír á pizzunum sínum en mér fannst þetta hreint ótrúlegt! í fyrsta lagi að það skyldi vera pappír á pizzunni. Í öðru lagi hringi ég og kvarta og gef þeim tækifæri til að laga þessi ótrúlegu mistök. En áhuginn og þjónustulundin er greinilega enginn, það er að mínu mati lágmark að biðjast afsökunar og það er líka lágmark að bjóðast til að koma með nýja, pappírslausa pizzu. Og þetta er bara lágmark.
Eitt er ljóst, ég mun aldrei aftur kaupa pizzu hjá Hróa hetti í Grafarvoginum, djö.., helv.... og andsk....
Um bloggið
BulluKolla
222 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.