Þá er komið að því!

Jæja, þá flytjum við á morgun! Búin að fá bíla, duglegt fólk og panta gott veður. Hentar okkur líka mjög vel að ónefnd pizzukeðja skuli hafa ákveðið að hafa megaviku akkúrat núnaWink

Við eigum eftir að sakna miðbæjarsjarmans svolítið, allra krúttlegu húsanna, Pétursbúðar og nálægðarinnar við miðbæinn þegar eitthvað er í gangi þar t.d. á Menningarnótt.

Við eigum ekki eftir að sakna rúntarins í leit að bílastæði og fólksins sem vekur okkur um helgar þegar það er á leið á djammið eða heim af því. Ég á heldur ekki eftir að sakna trampsins í nágrönnunum (þó þeir séu að öðru leyti ágætir) eða sturtuhengisins sem sogast að manni í sturtunni....

Við getum varla beðið eftir að fá okkar einkabílastæði, frábæra útsýnið, sólríku svalirnar, allt skápaplássið og eftir að trampa ofan á nágrönnum okkar. Svo ekki sé minnst á að útburður á Fréttablaðinu er mun stöðugri en í Vesturbænum og Bónus í Grafarvogi er helmingi stærri en sá á Seltjarnarnesi!LoL

Tja, eru það ekki bara öll lífsins gæði!?!

Spurning hvernig hljóðið í mér verður eftir flutningana. Hlaupin upp og niður stigana gera rassinn pottþétt stæltari en spurning hvort að það vegi upp á móti harðsperrunum og handleggjum niður að hnjám?FootinMouth

Góða helgiGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hellú!!

Datt allt í einu inn á þessa síðu þegar ég var e-ð að vafrast :) Vona að þú munir eftir mér frá "the old days" hehe. En gaman aðeins að njósna um þig og sjá hvað þú ert að gera!! Til lukku með íbúðina, ástina, námið og alles :) ekkert búin að frétta af þér í nokkur ár, þannig gaman að lenda hér inn og sjá fréttir ! ;)

Gangi ykkur bara vel með allt og hafið það gott,

ég kíki kannski af og til hingað inn framvegis :)

kv. Iðunn fv. kvennópía

Iðunn (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 22:50

2 Smámynd: Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

Hæ Iðunn gella! Það væri nú gaman að heyra hvað þú ert að bauka þessa dagana Sendu mér endilega póst á þetta virðulega netfang (sem er einmitt frá því við vorum í Kvennó!) kollabeib@hotmail.com

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 3.6.2007 kl. 14:03

3 identicon

Hæ Kolla beib :)

Vildi bara kvitta fyrir mig og óska þér til hamingju með íbúðina!

Edda AFSari (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

222 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband