Laugardagur, 12. maí 2007
Búin að fá afhent!
Jæja, þá erum við búin að fá afhent! Íbúðin lítur vel út, auðvitað þarf að dytta pínu að henni, en ekkert stórvægilegt. Í gær kíktum við uppeftir og það var yndislegt að setjast út á svalirnar og njóta góða veðursins
Í þessum skrifuðu orðum eru Jens og Örvar bróðir að sparsla og pússa í íbúðinni en ég sit heima og er að læra. Reyndar kíkti ég aðeins niður í bæ áðan til þess að kjósa og svo til þess að berja risessuna augum. Hún er svakalega flott enda vakti hún mikla aðdáun áhorfenda þegar hún gerði leikfimisæfingar á Ingólfstorgi. Ég kíkti einnig á nokkra bíla sem urðu fyrir árás risaföðursins og það var gaman. Börnin sem sáu þá áttu ekki orð af hneykslun yfir óþekkt risaföðursins, þau voru sko alveg viss um að þetta mætti ekki!
En þá er að halda áfram með lærdóminn, næstsíðasta verkefnið!
Um bloggið
BulluKolla
222 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Massaflott íbúð, með flottu útsýni, til hamingu með íbúðina.
það verður stuð í innflutningspartýinu, vúhú!!
BKE (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 23:51
Hæ! Löngu komin tími á komment hér frá mér! Ég þakka kærlega fyrir tölvu-ráðið, það virkaði svona líka vel. Ætli maður þurfi nú samt ekki að láta kíkja á greyið þegar maður kemur heim. Gangi þér vel með skóla-restina og standsetninguna á nýju íbúðinni - Til hamingju! kv. Laufey Helga
Laufey (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 18:04
Til hamingju med ibudina. Hlakka til ad fa ad koma i heimsokn tegar eg kem heim :)
Heidur i Arizona (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 20:45
til lukku með íbúðina !! bíð spenntur eftir risk-innflutningspartý -- kv. frá vesturstrendinni
RTH (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 06:01
En gaman að fólk skuli kommenta, takk fyrir það!
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 18.5.2007 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.