Það sem ég skil ekki

c_documents_and_settings_kolbrun_my_documents_my_pictures_bilbeti.jpg

Er alltaf jafn hissa þegar að ég sé auglýsingaherferðir sem miða að því að fá fólk til að spenna beltin. Mér finnst bara ótrúlegt að það þurfa að minna fólk á jafn sjálfsagðan hlut, en það eru víst ótrúlega margir sem að gera þetta ekki. Það er einmitt gerða könnun á hverju ári hvort að börn séu með viðeigandi öryggisbúnað í bílum þegar þau eru keyrð í leikskólann og það eru alltaf einhver börn sem að eru ekki spennt, eða ekki í bílstól eða sitja frammi í. Mér er alveg fyrirmunað að skilja hvernig foreldrar geta réttlætt slíkt fyrir sér.

Þetta minnir mig reyndar svolítið á fólk sem vill ekki vera með hjálm þegar það er að hjóla. Ég skal alveg viðurkenna að maður lítur ekkert svakalega lekker út með svona hjálm, en ég hef líka dottið nógu oft af hjólinu mínu til þess að vita hvað hann er mikilvægur!!! Á leikskólanum þar sem ég vinn er hjóladagur einu sinni í viku á sumrin. Allir mega koma með hjól í leikskólann og við eyðum öllum deginum í að stilla hjálma, smella á og af og passa að enginn hjóli hjálmlaus - enda teljum við ábyrgð okkar mikla þegar að kemur að öryggi barnanna. Það hefur þó komið fyrir, oftar en einu sinni, að foreldrarnir sækja börnin í leikskólann og leyfa þeim að hjóla heim hjálmlausum!!! Það get ég heldur ekki skilið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

221 dagur til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband