Afslöppun í sveitasælu

Ég og Jens smelltum okkur í bústað um helgina og fögnuðum góðviðrinu eins og sönnum Íslendingum sæmir. Sigga vinkona og Kjartan bró voru  með í för og við fengum bústað rétt hjá Laugarvatni sem að var mjög fínn. Fyrsta kvöldið var potturinn eitthvað að stríða okkur en strákarnir þurftu nottla að sanna karlmennsku sína, fyrst að þeir gátu ekki lagað hann var gripið til þess ráðs að hita vatn í litlum pottum á eldavélinni. Eftir einn og hálfan tíma hafði þeim tekist að hækka hitastigið úr 30 gráðum í 35. Sigrinum var fagnað með því að smella sér í heita pottinn, svona rétt rúmlega hlandvolgan!

Á laugardagseftirmiðdeginum fórum við í bíltúr sem að verður lengi í minnum hafður! Löggan á Flúðum stoppaðu Siggu, sem að er þekkt fyrir allt annað en neyslu áfengis, og lét hana blása. Okkur og Siggu fannst þetta svo fyndið að hún ætlaði aldrei að geta blásið!

Annars höfðum við það bara notalegt, spiluðum Kubb úti, Risk og Phase 10 inni, fórum í bíltúr, hlustuðum á góða tónlist og grilluðum allskonar gotterí. Sannkölluð lúxushelgi, ahhhh.....Svalur

Bjó til albúm með nokkrum myndum úr ferðinni og núna er hægt að "kommenta" án þess að þurfa staðfesta með tölvupósti og svoleiðis vesen!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

220 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband