Ævintýrið um sjónvarpið

Það kviknaði í sjónvarpinu mínu um daginn. Fyrst kom lítill hvellur, svo píp og þar næst ótrúleg bræla af brunnu plasti.  Aldrei þessu vant var ég ekki sofandi á sófanum þannig að ég reif tækið úr sambandi og hringdi í pabbi-bjargaðu-mér-hjálparlínuna. Sem betur fer var ekki um eiginlegan eld að ræða heldur hafði sjónvarpið brunnið yfir. Pabbi ráðlagði mér að halda á sjónvarpinu út til að forðast eitraðar plastgufurnar en þar sem handleggirnir á mér eru ekki einn og hálfur metri á lengd hvor, reyndist það illmögulegt fyrr en Jens kom heim úr vinnunni nokkrum tímum síðar. Þangað til voru allir gluggar og hurðin á íbúðinni galopinn og hitastigið um lopapeysu- og ullarsokkastig.

Þá kom næsti hausverkur, og hann stafaði ekki af plastbrælunni! a) fá tjónið bætt b)kaupa nýtt sjónvarp. Þótt ótrúlegt megi virðast í plasmaskjávæðingunni kostar viðbjóðslega venjulegt 29" túbusjónvarp um 60 þúsund krónur. TM-tryggingar voru svo rausnarlegar að bæta okkur um einn þriðja af tjóninu, heilar 23 þúsund krónur. Einkennilegar aðferðir við útreikninga þar á bæ....

Mað péningana í rassvasanum lögðum við Jens galvösk af stað í sjónvarpsleit en sjónvarpsleitin varð að prófsteini í þessu ævintýri. Sama í hvaða verslun við komum urðu sölumenn stórhneykslaðir að við skyldum vera leita að venjulegu túbusjónvarpi en ekki hágæða, nýtísku og rándýru plasmasjónvarpi. Eftir að hafa gengist undir sálfræðipróf sem kannaði geðheilsu okkar (m.a. þjóðerni, neyslufíkn, þjóðfélagsstöðu og fjárhag) var okkur hleypt inn í rykfallnar geymslu með nokkrum eintökum af túbusjónvörpum sem þeir ætluðu að gefa Árbæjarsafni. Vegna slæmrar útkomu sálfræðiprófsins fengum við að kaupa slíkan 28" safngrip á gjafverði, eða um 36 þúsund krónur, sjibbí!

Nú get ég aftur sæl og glöð horft á SkjáEinn í lélegum myndgæðum og bognum skjá. Köttur út í mýri, sett´upp á sig stýri, úti er ævintýri!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Shit hvað ég hefði orðið samt hrædd! TM nánös..!!
Hehe..túbusjónvörp standa fyrir sínu..ég þoli ekki teygðu widescreen myndina á flatskjánum heima á Kjaló..stilli alltaf skjáinn á gamla góða kassann! ;)
Til hamingju með antíkina (sem stendur fyrir sínu)!

María Th. (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 08:34

2 identicon

Jahá !! Þannig fór fyrir því, mikið er ég samt glöð að þa kveiknaði ekki í !!!
veistu hvað mín gerði fyrir sumarið, ég tók sjónvarpið mitt niður og líka videoið og dvd spilarann allt úr sambandi og kom fyrir inni í horni - því ég ákvað það að á sumrin ætti maður ekki að horfa á sjónvarpið. Það vildi þó ekki betur til en svo að það ringdi stanslaust í 3 vikur eftir að ég tók það niður !! merkilegt :) en nú er sumarið komið svo ég óska ykkur innilega til hamingju með nýja sjónvarpið :D

bestu kveðjur úr Grafarholltinu :D

Lind (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

220 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband