Miðvikudagur, 7. mars 2007
Allt að verða vitlaust!
Orðið ansi langt síðan að ég bloggaði! Á því eru tvær skýringar: mikið annríki í skólanum og tíðar tölvubilanir.
Elskulega tölvan mín tók upp á því að vera með svo mikil læti og ofhitna. Því var hún færð á EJS-sjúkrahúsið og að henni hlúð, hún þurfti smá kæligel á örgjavann. Lækningin tók ekki nema viku og kostaði tæpar tíuþúsund krónur. Þegar tölvan kom heim varð kátt í höllinni, Kolla og Jens gátu loksins tengst upplýsingaveitum umheimsins að vild! En gleðin stóð stutt, aðeins tveimur dögum síðar veiktist skjárinn, "back-lightið er farið" samkvæmt sjúkdómsgreiningu. Það kostar litlar 83.000 krónur að laga og borgar sig því miður ekki fyrir tölvuna sem er nýbúinn að fagna tveggja ára afmæli sínu og því nýdottin úr ábyrgð.
Slíkar uppákomur og endalaus óheppni vill ergja jafnvel skapbesta fólk. En þegar maður er kominn yfir ergelsið er lítið að gera annað en að reyna finna lausn á vandamálinu, til bráðabirgða er fartölvan með bilaða skjáinn tengd við yndislega gamaldags túbuskjá, en hann virkar fínt!
Auk þess að standa í þessu tölvuveseni erum við í íbúðahugleiðingum (spennandi!) og erum með gesti frá Þýskalandi (gaman!). Það jafnar eiginlega út tölvuergelsið!
Látum þetta duga í bili í bloggheimum!
Um bloggið
BulluKolla
222 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aarrrrrrg...tölvuvesen!
úúúú...íbúðahugleiðingar?! My..ég þarf greinilega að kíkja í heimsókn til að update-a mig!
Jay! Þjóðverjar í heimsókn, bið að heilsa, Kolla besti gestgjafi sem ég veit um!
Knús til ykkar frá Maríu sem er alveg að hressast af smá veikindum!
María Th. (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 23:03
Já það er ótrúlegt hvað tölvubilanir geta verið óþolandi...og íbúðarkaup eru spennandi en ofur tímafrek ;) það er samt pottþétt þess virði þegar maður verður fluttur inn ;) -kveðja frá Sigrúnu ;)-
Sigrún Ágústa (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.