Þriðjudagur, 8. nóvember 2011
Möffins eða bollakökur?
Það hefur sennilega ekki fram hjá neinum að möffins er í tísku um þessar mundir. Möffins hafa reyndar fengið nýtt íslenskt nafn: bollakökur. Ég verð að viðurkenna fáfræði mína og veit ekki upp á hár í hverju munurinn felst. Ég sé samt ekki betur en að hann felist aðallega í því hvort það er fallegt krem ofan á eða ekki og finnst það nú harla lítill munur. Því mun ég áfram kalla möffins möffins en ekki bollakökur. (Það verður þó að viðurkennast að orðið bollakökur (e. cup cakes) er mun íslenskara, nýyrði en ekki tökuorð eins og "möffins er (e. muffins), kannski að ég verði að skoða þetta mál betur.....).
En hvað sem öllum möffinsum og bollakökum líður þá fékk ég allskonar fínerí því tengt í afmælisgjöf þannig að núna get ég sko æft mig í að baka!
Um daginn afrekaði ég að gera fyrstu tilraun:
svona litu þær út þegar þær komu ilmandi úr ofninum (ansi venjulegt deig en bætti maukuðum jarðarberjum í deigið sem skýrir ljósbleika litill sem að glittir í)
hérna má sjá krúttkökurnar komnar með rjómaosta-jarðarberja-krem og á standinn fína.
og auðvitað varð ég að deila þessu góðgæti með einhverjum og mamma fékk svona glaðing
þessi fíni kassi var utan um kökurnar sem að ég fékk í afmælisgjöf og núna hefur hann verið endurnýttur!
Um bloggið
BulluKolla
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bollakökur eru eins og "mini" tertur, léttar í sér og yfirleitt með glassúr eða kremi. Muffins eru þéttari í sér, oft með t.d. bláberjum eða súkkulaðibitum og jafnvel aðeins stærri. Bollakökur eru meira spari, en muffins hversdags.
(þessi umræða kom upp meðal mín og systra minna fyrir stuttu og þetta var niðurstaðan) ;-) ... flottar kökur hjá þér!
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.11.2011 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.