Þyngri dóma fyrir kynferðisafbrotamenn

Það hefur mikið verið rætt um barnaníðinga, væga dóma fyrir brot þeirra og en styttri afplánun undanfarið. Ég er afskaplega hlynnt endurhæfingu fanga og tel að áfangaheimili eins og Vernd séu afskaplega mikilvæg í því skyni. En ég á erfitt með að skilja hvernig siðblindur síbrotamaður eins og Ágúst Magnússon kemst þangað. Og í raun er það sorglegt því það kemur óorði á annars nauðsynlega og hentuga stofnun.
Ég var líka sérstaklega ánægð með framtak Morgunblaðsins þar sem hann gerir mildaðan dóm Hæstaréttar yfir kynferðisafbrotamanni að umtalsefni, en myndbirtingin er nokkuð vafasöm, sbr. grein Ara Karlssonar í Deiglunni. Ari talar reyndar um að ekki eigi að sakast við dómarana heldur Alþingi sem setur lög um refsiramma. En það skil ég ekki þar sem refsiramminn er til staðar, allt að 12 árum.Ég er ekki að gera lítið úr störfum og ábyrgð dómara, heldur þvert á móti að kalla þá til ábyrgðar, þeir hafa völdin og fordæmisgildið til þess að breyta einhverju í þessum málum og þyngja dóma í kynferðisbrotamálum. Víðari refsirammi er til staðar.
Ég sá gott framtak á bloggsíðu gamallar skólasystur og ákvað að gera hið sama, sendi formleg mótmæli til Hæstaréttar Íslands (haestirettur@haestirettur.is). Erindið var svohljóðandi:

Sem íslenskur ríkisborgari lýsi ég miklum vonbrigðum og reiði yfir dómi ykkar í máli ákæruvaldsins geng Ólafi Barða Kristjánssyni. Hann var dæmdur í Hérðasdómi til 2 ára fangelsis vistunar fyrir kynferðisafbrot geng stúlkubörnum og var yngsta fórnarlambið þriggja ára.
Þið hins vegar milduðuð dóminn og er hann nú dæmdur til 18 mánaða vistar en verður væntanlega laus eftir um það bil ár.
Hvernig stendur á því að þessi menn komast upp með að fremja þessa glæpi og komast upp með það. Já, komast upp með það því að mínu mati eru 18 mánuðir ekki nóg fyrir að særa lítið sálartetur ævilangt. Mér þykir sorglegt að búa í þjóðféglagi sem ekki lítur alvarlegri augum á þessa glæpamenn.
Þyngsta refsing fyrir glæp af þessu tagi er, að ég best veit, 12 ár og ég get einfaldlega ekki skilið afhverju þið beitið ykkur ekki betur fyrir því að þyngja dóma í málum sem þessum og bjarga börnunum okkar frá þessum rándýrum.
Ég biðla til ykkar að taka alvarlegar á þessum dómum og setja fordæmi. Þið hafið valdið til að sýna þessum mönnum að íslenska þjóðfélagið sættir sig ekki við að ráðist sé á saklaus og varnarlaus börnin okkar.
Virðingarfyllst,
Kolbrún G. Haraldsdóttir

Ég vil ekki vera talsmaður múgæsings sem að vill gelda alla barnaníðinga og helst lífláta. Ég vil trúa því að hægt að hjálpa mörgum afbrotamönnum, líka barnaníðingum. En sé einhver vafi á því hvort að þeim sé treystandi aftur út í samfélagið á að láta almenning (börnin) njóta vafans. Og er þar sem rúmur refsirammi er til staðar vil ég að hann sé betur nýttur, bæði í því skyni að halda þeim frá almenningi og einnig til að veita þeim þá meðferð og endurhæfingu sem þeir þarfnast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hjá þér Kolla mín! Því fleiri sem senda tölvupósta því meiri líkur að það verði tekið mark á þjóðinni! Þeir mega alveg vita hvað OKKUR finnst.

Kv. Vallý

Vallý (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

222 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband