Laugardagur, 14. ágúst 2010
Skrýtið?
Í helgarútgáfu Fréttablaðsins er heilsíðugrein (bls. 30) sem ber nafnið "Ekkert grín að vera 6 ára" og á að gefa foreldrum 6 ára barna góð ráð í byrjun grunnskólagöngu. Í greininni er rætt við hjúkrunarfræðing, sálfræðing og iðjuþjálfa og þeir koma með ráð og ábendingar.
Hjúkrunarfræðingurinn kemur með nokkur góð ráð, sálfræðingurinn með ágæt en iðjuþjálfinn er með ráð sem henta kannski betur til kennara en foreldra.
En hvað sem segja má um ráð þessa sérfræðinga stingur í augun að ekki er rætt við neinn grunnskólakennara - þeir eru nefnilega sérfræðingar í grunnskólagöngu barna á Íslandi. Skrýtið?
Um bloggið
BulluKolla
Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pfft..Kolla, nei nei..auðvitað er ekki talað við þá, þeir eru "bara kennarar"
Já er sammála þér, þetta er mjög skrýtin hugsun hjá þeim að ræða ekki við grunnskólakennarana líka..
María Th (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 06:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.