Þriðjudagur, 2. febrúar 2010
Sónarbrandarinn
Það byrjað á því að ég fór til læknis. Er með einkennilega kúlu inni í lófanum sem fer ekki og kominn tími til að láta líta á það. Læknirinn heldur að þetta sé "Ganglion" (já, gúgliði það bara....) en til þess að staðfesta það þarf að kíkja inn í lófann á mér með hjálp tækninnar; hendin á mér þarf að fara í sónar!
Mér fannst þetta svo skondið og var að segja samstarfskonu minni frá þessu. Hún benti mér á hversu frábærlega tvírætt þetta var og síðastliðinn sólarhringinn hef ég notað ég-er-að-fara-í-sónar-brandarann mikið....
Ein samstafskona mína æpti yfir sig að gleði þegar ég sagði henni "fréttirnar"- en hún er einmitt alltaf að spyrja mig hvenær ég fari nú að koma með eitt lítið.
Svo skellti ég þessu auðvitað á fésbókina- aðallega í kaldhæðni, ég meina, það hefur nú verið tilkynnt um hjónaskilnaði og andlát þar inni! Svörunin stóð ekki á sér; fimm mínútum seinna hringdi Sigga vinkona alveg brjáluð í mig, hvað það ætti eiginlega að þýða að segja henni fréttirnar á fésbókinni!!!!
Guðbjartur bróðir í Kanada óskaði mér til hamingju og spurði hvað ég væri kominn margar vikur á leið....og varð svolítið súr þegar ég sagði honum að kúlan væri í lófanum.....En hann fyrirgaf mér þegar ég sagði honum að ef ég yrði einhverni tímann ólétt myndi ég nú segja honum það í eigin persónu, hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að frétta það svona!
Og fyndnast af öllu: Í dag þurfti ég að tala við yfirmann minn til þess að frá frí og mæta í handasónarinn. Ég kunni ekki við að stríða henni svona og bið um frí til þess að fara í sónar á hendi, en það skipti engu máli, hún brosti sínu blíðasta og ætlaði að fara óska mér til hamingju þegar ég endurtek; "á hendi, á hendinni" og bendi meira að segja á hendina....þá fattaði hún loksins!
Um bloggið
BulluKolla
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
innlitskvitt
Sigrún Óskars, 2.2.2010 kl. 17:42
Mér líkar vel við smá kaldhæðni í brödurum. ÁFRAM KOLLA
JMS (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 18:56
þvílík snilld ;) ég varð samt alveg þvílíkt spennt þegar ég las fyrirsögnina, hélt að það væri komið að þessu og fór að sjá fyrir mér að þið hefðuð bara græjað þetta fljótt eftir brúðkaupið :) hafiði það gott elskurnar :)
Sigrún Ágústa (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 18:56
híhíhíhí..
en hvernig fór sónarinn? er þetta ganglion..?
María Th. (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.