Kaldhæðni

Eins og mörg ykkar vita tókum við 100% lán fyrir íbúðinni okkar, það margrómaða ár 2007. Ekki af því að við værum í neysluæði heldur af því að okkur reiknaðist til að við gætum greitt lánið frekar hratt niður - og við keyptum " bara" 3 herbergja íbúð en ekki raðhús eins og bankinn vildi lána okkur fyrir!

En hvað um það, kreppan kom og verðtryggingin margrómaða og verðbólgan yndislega hafa gert lánið að rúllandi snjóbolta sem verður bara stærri og stærri. Við höfum, þrátt fyrir kreppu, getað staðið við það sem við settum okkur þ.e. að greiða myndarlega inn á höfuðstól lánsins um hver mánaðarmót.

Við erum víst ekki þau einu sem hafa lent í þessu og því býður bankinn nú "leiðréttingu" á láninu, þ.e. að afskrifa allt umfram 110% veðsetningu. Ég hafði samband við bankann; veðsetningin á íbúðinni okkar er aðeins yfir 110% og því getum við fengið svolitla leiðréttingu, en það er flott orð yfir afskriftir.

Kaldhæðnin felst í því að hefðum við ekki lagt allt kapp á það undanfarin ár að borga aukalega inn á höfuðstól lánsins, fengjum við það nú allt afskrifað. Þannig að samviskusöm sem við erum höfum við notað aukaaurana í að styrkja Arion-banka þegar við hefðum átt að kaupa okkur nýjan bíl, nýtt eldhús og utanlandsferðir (við höfum í alvöru greitt svo mikið inn á höfuðstólinn að það myndi duga fyrir þessu....).

Bandit

Og þó ég barmi mér hér yfir óréttlætinu verð ég að taka fram að við  lendum ekki jafn illa í því og þeir sem áttu eitthvað í íbúðunum sínum, þ.e. voru kannski með 80% lán en eiga núna ekkert þar sem lánið hefur hækkað mikið og íbúðarverðið lækkar. Það fólk fær engar leiðréttingar, það átti allavegana eitthvað í íbúðunum sínum. Við áttum aldrei neitt nema nokkrar krónur....og í öllum þessum dæmum er öfug snúið og borga og borga en eiga samt aldrei neitt!

Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það er svo sannarlega ekki alltaf hægt að vita hvar best er að hafa peningana...spurning um að eyða þeim bara jafn óðum og lifa lífinu hehe :)

Sigrún Ágústa (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband