Hinsta kveðja til Sony Ericssonar

Það kom að því....elskulegi gemsinn minn bilaði og hefur nú verið tekinn úr þjónustu. Hann tók bara allt í einu upp á því að vera með hrikalega skruðninga og læti og því ekkert hægt að hringjast á því það heyrðist ekkert! Ég lagði því leið mína í ELKO og keypti ódýrasta símann sem ég fann, tæpur 7000 kall. Það er hægt að hringja í mig, senda mér hefðbundið sms og svo er hann með vekjaraklukku- en það er einmitt allt sem ég þarf!Cool

Gamli síminn hafði þjónað mér vel í fjögur og hálft ár, sem verður að teljast nokkuð góð ending á tímum ódýrra og einnota raftækja. Það slær samt ekki hinum gemsanum (já, ég hef bara átt tvo gemsa!) út- Nokia 3210, hann entist í allavegana 5 ár! Blessuð sé minning hans (og það eru sko margar minningar tengdar honum- hver ma ekki eftir sólblóma"frontinum" góða!?!?)

Þannig að ef þið sjáið mig hrikalega viðutan að reyna hringja eða senda sms- þá er það ég að reyna læra á nýja símann. Og ef það er einhversstaðar sími að hringja sem enginn svarar- þá er það líklega minn- það tekur tíma að venjast nýrri hringinu þegar maður er búin að vera með þá sömu í rúm fjögur ár!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

BulluKolla

Skoðanir og sögur í hversdagslífinu.

Höfundur

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

258 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • vika17 030
  • vika17 029
  • vika17 017
  • vika17 016
  • vika15og16 174

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband